Nýjast á Local Suðurnes

Góðir framtíðarmöguleikar á Suðurnesjum

Innri - Njarðvík

Þegar kemur að atvinnumálum, íbúaþróun og efnahag eru framtíðarmöguleikar Suðurnesja góðir samkvæmt nýrri skýrslu um stöðu Norðurlandanna. Suðurnesin eru í 18. sæti af 74 á Norðurlöndum, eina sveitarfélagið sem er fyrir ofan Suðurnesin á listanum er Reykjavík sem er í tíunda sæti. Það er RÚV sem greinir frá.

Listann sem birtur er í dag er að finna í skýrslu sem var unnin á vegum Nordregio, Landfræðistofnunar Norðurlanda. Staða og horfur Suðurnesja hefa batnað miðað við úttekt sem gerð var árin 2010 til 2015 og eru þau eina svæðið á Íslandi sem svo er um, segir í frétt RÚV, þá segir einnig að nálægð við alþjóðaflugvöll hafi mikið að segja um stöðu svæðisins á listanum.