Nýjast á Local Suðurnes

Sparisjóðsstjóri hafði rúmar heimildir til útlána miðað við upp­blásna eig­in­fjár­stöðu

Kristján Gunn­ar Gunn­ars­son, formaður Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is, var kallaður til vitn­is­b­urðar í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Keflavíkur í gær, en aðalmeðferð málsins fer nú fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Kristján var stjórn­ar­for­maður Sparisjóðsins síðustu vikurnar áður en hann sam­einaðist Lands­bank­an­um, auk þess sem hann hafði sæti í stjórn hans fyrir þann tíma.

Kristján sagðist fyrir dómi, minnast þess að spari­sjóðsstjóri hefði haft heimild til veita lán að há­marki 15% af eig­in fé spari­sjóðsins. Bætti hann við að sú heim­ild hefði verið mjög rúm miðað við upp­blásna eig­in­fjár­stöðu sjóðsins. Kristján sagðist einnig telja að Geir­mund­ur hefði á þess­um tíma farið fyr­ir hóp, nokk­urs kon­ar óform­legri lána­nefnd starfs­manna.

„Hann sagði okk­ur frá því að þau fóru yfir þetta, starfs­menn spari­sjóðsins, með Geir­mundi. Við feng­um eng­ar fund­ar­gerðir held­ur var þetta í föst­um skorðum á þeim tíma.“ Sagði Kristján.

Þá sagði Kristján stjórn­ina oft hafa spurt hverj­ir stæðu á bak við þau fyr­ir­tæki sem til væri lánað fé, enda hefðu nafn­gift­irn­ar í mörg­um til­fell­um verið afar frum­leg­ar. „Oft þurfti mik­illa út­skýr­inga við,“ sagði Kristján.

„Mér fannst upp­hæðirn­ar oft háar, en þá var rifjað upp hverj­ar heim­ild­ir starfs­manna væru.“ Hann bætti svo við að síðar hefði regl­um verið breytt og heim­ild­irn­ar skert­ar.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar er einnig rakinn vitnisburður fleiri fyrrverandi starfsmanna Sparisjóðs Keflavíkur fyrir Héraðsdómi.