Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaðir með fjaðurhníf og fíkniefni í fórum sínum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af  tveimur ungum mönnum sem báðir reyndust vera með fíkniefni í vörslum sínum. Annar þeirra var með kannabisefni og fjaðurhníf og gerðist því jafnframt brotlegur gegn vopnalögum. Hinn framvísaði kannabisefnum í þremur litlum pokum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.