Karamelluregni frestað vegna veðurs
Karamelluregni sem framkvæma átti yfir Grindavík í dag hefur verið frestað. Þetta mun vera í þriðja sinn sem spár um karamelluregn ganga ekki eftir, en regnið var hluti af 17. júnídagskránni í sveitarfélaginu.
Tilkynning sem birtist á Facebook-síðu sveitarfélagsins:
Veðurguðirnir eru ekki að vinna með okkur í dag.
Karamelluregnið sem fram átti að fara í dag, fimmtudaginn 22.júní, þarf því miður að fresta vegna veðurs.
Við stefnum á þriðju tilraun í næstu viku og hvetjum fólk til að fylgjast með á vef bæjarins og hér á Facebook síðu okkar.