Nýjast á Local Suðurnes

Jólaljós tendruð um öll Suðurnes um helgina

Mynd: Reykjanesbær

Jólaljós verða tendruð á jólatrjám í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum um helgina. Á nær öllum stöðum verður boðið upp á piparkökur og heitt súkkulaði auk skemmtiatriða.

Grindvíkingar tendra á sínu tré á föstudag klukkan 17:30, Reykjanesbær er svo næstur í röðinni en þar verður stungið í samband á laugardag klukkan 17. Suðurnesjabær og Vogar nýta síðan sunnudaginn til verksins, í Sandgerði verður athöfnin klukkan 18 og í Garði klukkan 17. Í Vogum fer dagskrá í gang klukkan 17.