Nýjast á Local Suðurnes

Flugeldasýning í Grindavík í kvöld

Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík halda flugeldasýningu í dag laugardag. Um er að ræða sýningu sem ætlunin var að halda á þrettándanum en var frestað vegna veðurs. Flugeldasýningin er í boði fyrirtækja í Grindavík og Grindavíkurbæjar.

“Flugeldasýningin, sem haldin verður á hafnarsvæðinu, hefst um kl. 18 í dag og er best að koma sér fyrir á bryggjunni fyrir neðan Kvikuna eða Ísstöðina. Við hvetjum fólk sem kemur akandi að slökkva ljósin á bílnum sínum á meðan sýningin fer fram, segir í tilkynningu frá sveitinni.”