Nýjast á Local Suðurnes

Nýta dróna við fasteignasölu – “Frábær leið til að kynna nærumhverfi fasteigna”

Innri - Njarðvík

Notkunargildi fjarstýrðra flygilda, dróna, eykst með hverjum deginum sem líður, nú eru það fasteignasalar sem farnir eru að nýta dróna í sína þágu. Myndatökur úr dróna þykja henta einkar vel við að kynna nánasta umhverfi fasteigna fyrir væntanlegum kaupendum.

Fasteignasalan Eignasala.is í Reykjanesbæ er í fararbroddi í þessum málum og hefur um nokkurt skeið verið að prufa sig áfram með slíkar myndatökur og þar á bæ eru menn ánægðir með útkomuna.

“Þetta hefur komið vel út og fólk sem er að huga að fasteignakaupum kann að meta þetta og það sama má segja um seljendur. Þetta er frábær leið til að kynna nærumhverfi fasteigna fyrir væntanlegum kaupendum.” Sagði Jóhannes Ellertsson hjá Eignasölu.is.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum er þessi lausn við kynningu á fasteignum afar hentug þegar kemur að því að sýna væntanlegum kaupendum, sem oft eru utanbæjarfólk, hvar nálgast má ýmsar verslanir, þjónustu, skóla og leikskóla í þeim hverfum sem fasteignirnar eru.

 

Eignasala Hafnargötu 90 Reykjanesbæ from Eignasala.is on Vimeo.

Til Sölu Bjarkardalur 2 from Eignasala.is on Vimeo.