Grindavíkursigur eftir framlengdan leik

Grindavík lagði Þór Þorlákshöfn með 106 stigum gegn 105, í lokaleik fyrstu umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld eftir framlengdan leik., en staðan var jöfn, 95-95, að loknum venjulegum leiktíma.
Grindvíkingar leiddu allan leikinn, þótt mjótt væri á mununum, en Þórsarar jöfnuðu með þriggja stiga körfu þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Þórsarar fóru illa af stað í framlengingunni og skoruðu ekki stig í tæpar þrjár mínútur, þeir náðu svo að saxa á forskort Grindvíkinga undir lokin en þeir síðarnefndu höfðu þó sigur að lokum 106-105.
Rashad Whack skoraði 26 stig fyrir Grindvíkinga ak þess sem hann tók 10 fráköst, Ólafur Ólafsson skoraði 22, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18 og Dagur Kár Jónsson 17 stig.