Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkursigur eftir framlengdan leik

Mynd: Skjáskot RUV

Grinda­vík lagði Þór Þor­láks­höfn með 106 stigum gegn 105, í lokaleik fyrstu um­ferðar Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik í Mustad-höllinni í Grinda­vík í kvöld eft­ir fram­lengd­an leik., en staðan var jöfn, 95-95, að lokn­um venju­leg­um leiktíma.

Grindvíkingar leiddu allan leikinn, þótt mjótt væri á mununum, en Þórsarar jöfnuðu með þriggja stiga körfu þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Þórsarar fóru illa af stað í framlengingunni og skoruðu ekki stig í tæpar þrjár mínútur, þeir náðu svo að saxa á forskort Grindvíkinga undir lokin en þeir síðarnefndu höfðu þó sigur að lokum 106-105.

Rashad Whack skoraði 26 stig fyrir Grindvíkinga ak þess sem hann tók ​10 frá­köst, Ólaf­ur Ólafs­son skoraði 22, Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son 18 og Dag­ur Kár Jóns­son 17 stig.