Nýjast á Local Suðurnes

Ingvi Þór til St. Louis á skólastyrk

Mynd: Grindavík.is

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun feta í fótspor Jóns Axels bróður síns í haust og leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum.

Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar, en þar kemur fram að Ingvi hafi skrifað undir samning við St. Louis háskóla og fari þangað á skólastyrk. St. Louis leikur í A10 deildinni, sem er sama deild og Jón Axel og félagar í Davidson spila í.

Ingvi Þór, sem fæddur er árið 1998, kom sterkur inn í lið Grindavíkur í vetur og skoraði tæp 11 stig í leik, tók 4 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar, segir einnig á vef Grindavíkurbæjar.