Nýjast á Local Suðurnes

Leikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í körfunni verður lýst beint

Hljóðbylgjan hefur  gert samstarfssamning við körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur um að senda beint út frá leikjum karla og kvenna í körfunni í vetur.

hljodbylgjan-karfa

Sportrásin.is mun sjá um þáttinn karfan einu sinni í viku en eftir á að ákveða hvenær sá þáttur verður en þar verða tekin viðtöl við leikmenn og þjálfara og spekingar mæta í settið til að ræða málin um körfunattleik.

Hægt verður að hlusta á þann þátt á heimasíðunni sportrasin.is eftir að hann hefur verið frumfluttur á Hljóðbylgjunni.

Útsendingar frá leikjum í körfubolta er algengur viðburður í Bandaríkjunum þar sem það er mest tengt við háskólaboltann en hér fyrir mörgum árum tók útvarpstöðinn BROSIÐ að  sér lýsingar á leikjum og einnig gerði Rás 2 þessu góð skil á sínum tíma en fjölmiðlar hættu lýsingum á körfunni af einhverjum ástæðum en nú er málið að blása til sóknar á þessum vettvangi aftur, segir í tilkynningu frá Hljóðbylgunni.

Hægt verður að hlusta á lýsingar á  FM 101.2 á suðurnesjum og sjónvarpi símans á ( tunein appinu ) og á www.hljodbylgjan.com

 

Einnig er vert að benda á að frá og með 13. september munu messur frá Keflavíkurkirkju heyrast á hljóðbylgjunni  í beinni útsendingu og er það aðaðlega gert vegna þjónustu við þá sem ekki komast á messuna og eldriborgara í bæjarfélaginu.

Ein útsending verður þó fyrir þann tíma en það verður frá Gospel og læti í Keflavíkurkirkju á laugardeginum á Ljósanótt og  hefst útsendinginn kl 23:00