Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað aftur gönguleiðir að gosstöðvunum í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.
Fólki er ráðlagt að búa sig vel áður en lagt er af stað. Unnið hefur verið að lagfæringum og merkingum á gönguleið A, þeirri leið sem flest fara að gosstöðvunum. Björgunarsveitin fjölgaði í gær stikum á gönguleiðinni og setti á þær litað endurskin til að draga enn frekar úr hættu á að fólk villist.
Mynd: Almannavarnir