Nýjast á Local Suðurnes

Tveir leikskólar í Reykjanesbæ fá gæðamerki eTwinning

Tveir leikskólar í Reykjanesbæ fengu nýverið gæðamerki eTwinning fyrir vel unnin samstarfsverkefni á skólaárinu 2018-2019. Leikskólinn Holt fékk fyrir verkefnin „Inspired by opera” og „Sharing new visions of nature“. Heilsuleikskólinn Skógarás fékk verkefnið „Eco Tweet: Little Ecologist“.

Verkefni leikskólanna eru Erasmus+ verkefni, en það er Evrópu samstarfsverkefni aðila innan skólasamfélagsins. Notast er við upplýsinga- og samskiptatækni að mestu leyti, en einnig eru samstarfsfundir og heimsóknir milli samstarfsþjóða.

Verkefni Holts „Sharing new visions of nature“ gekk út að efla fagþekkingu kennara með því að sækja námskeið í Reggio Emilia, sem er  hugmyndafræði sem leikskólinn vinnur eftir. Einnig að taka þátt í starfsþjálfun í tveimur leikskólum í Bretlandi og Svíþjóð. „Inspired by opera“ er samstarfsverkefni við leikskóla í Svíþjóð þar sem ópera Wagners, Hollendingurinn fljúgandi,  er könnuð. Hér má kynna sér nánar um verkefnin tvö

Verkefni Skógaráss „Eco Tweet: Little Ecologist“ (litli vistfræðinguinn) er unnið í samstarfi við skóla í Noregi og Svíþjóð. Í verkefninu er lögð áhersla á að kenna umhverfisvernd og þróun í átt að sjálfbærni. Framundan er seinni hluti verkefnisins sem heitir „Eco Tweet: Little Scientist“ eða litli vísindamaðurinn. Þar verður lögð áhersla á raungreinar s.s. náttúruvísindi, stærðfræði og tækni, ásamt því að vinna áfram með umhverfisvitund barna.  Hér má kynna sér nánar verkefni Skógaráss