Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesið skartar sínu fegursta í átaki Inspired by Iceland – Myndband!

Íslandsstofa hefur hafið nýtt markaðsátak undir merkjum Inspired by Iceland, með útgáfu myndbanda sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland, en hann kemur fram í einu hinna nýju myndbanda, þar sem farið er yfir erfiðasta karókílag heims.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að íslenska stafrófið verði notað til að fræða ferðamenn um Ísland frá A til Ö og er sérstök áhersla lögð á alla sjö landshlutana, þar á meðal Reykjanesið. Er meginmarkmiðið að hvetja ferðamenn til að ferðast víðar um Ísland á ábyrgan hátt.

Myndbandið um Reykjanes má finna hér fyrir neðan ásamt myndbandi Steinda Jr.