Nýjast á Local Suðurnes

Mikil seinkun eða flugi aflýst vegna dróna

Öllum flugferðum til og frá Gatwick flugvelli í London hefur verið seinkað mikið eða þeim aflýst vegna dróna sem sveimað hefur yfir vellinum síðan í morgun. Flugi WOW-air sem fór í loftið klukkan 6:30 í morgun var beint á annan flugvöll og flugi Icelandair sem átti að fara í loftið klukkan rúmlega sjö í morgun var aflýst.

WOW-air, Icelandair og easyJet eiga að fljúga til Gatwick síðar í dag eða í kvöld og er ljóst að töluverðar tafir verða á þeim flugum en völlurinn er enn lokaður vegna málsins. Á heimasíðu Gatwick flugvallar segir að völlurinn sé lokaður og eru engar upplýsingar gefnar um brottfarir frá vellinum.