Nýjast á Local Suðurnes

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna lítils eldsneytis á flugvél

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynning barst um að lítið eldsneyti væri í flugvél á leið til landsins frá Bandaríkjunum. Brunavarnir Suðurnesja sendu sjúkrabíla af stað um klukkan hálf sjö, en þeir voru afturkallaðir nokkrum mínútum síðar.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar kom fram að vélinni hafi verið lent heilu og höldnu. Einhverjar vélar sem komu á eftir þessari voru hins vegar sendar á Akureyri.