Nýjast á Local Suðurnes

Milljón í lagfæringu á skessu og helli

Skessan í hellinum fær andlitslyftinu á næstunni, en í dag var tilkynnt að fengist hafi 900.000 króna styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að endurnýja brúðuna og nánasta umhverfi bæði úti og inni.

Skessan mun því halda áfram að heilla börn og fullorðna auk þess sem öryggi verður aukið við hellinn, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.