Nýjast á Local Suðurnes

Wizz hættir flugi til Vilnius

Lággjaldaflugfélagið Wizz Air ætlar ekki að halda áfram flugi til Íslands frá höfuðborg Litháen, Vilnius. Félagið hefur haldið úti flugi til Vilnius allt árið, undanfarið ár, en þar áður einungis á sumrin.

Þetta kemur fram á vef túrista, en þar segir að síðasta flug Wizz til Vilnius sé á dagskrá í lok mars.

Komandi sumaráætlun Wizz Air gerir ráð fyrir flugi til Keflavíkurflugvallar frá níu evrópskum borgum. Það eru jafn margar borgir og í fyrrasumar því Kraká í Póllandi hefur bæst við á meðan Vilnius dettur út.