Nýjast á Local Suðurnes

Milljón farþegar með strætóum Isavia – Hafa keypt 13 nýjar rútur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fjöldi farþega sem flutt­ir hafa verið milli Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og flug­véla með rút­um mun vera kom­inn yfir millj­ón. Isa­via er því með stærri fyr­ir­tækj­um í strætór­ekstri hér á landi, en til sam­an­b­urðar flutti Strætó bs. rúm­lega 10 millj­ón­ir farþega í fyrra.

Til að anna þess­um flutn­ing­um hef­ur Isa­via fest kaup á 12 stór­um farþegar­út­um og einni minni rútu. Einnig hafa verið tekn­ir í notk­un tveir lyftu­bíl­ar til að ferja fólk í hjóla­stól­um á milli að því að greint er frá í Morg­un­blaðinu í dag.