Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í toppbaráttu – Lögðu KR í Vesturbænum í kvöld

Andri Rún­ar Bjarna­son var hetja Grindvíkinga þegar þeir mættu KR-ingum í Vesturbæ Reykjavíkur í Pepsí-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Andri Rúnar skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 88. mínútu.

KR-ingar voru sterkari aðilinn í kvöld, þeir sóttu mun meira nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru þó hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Kristij­an Jajalo markvörður Grind­vík­inga var öflugur í kvöld, en hann varði meðal annars vel tvo hörkuskalla eft­ir horn­spyrn­ur í síðari hálfleik.

Grind­vík­ing­ar fengu eins og áður segir víta­spyrnu á 88. mín­útu þegar Andri Rún­ar Bjarna­son virt­ist togaður niður í teign­um. Hann fór sjálf­ur á víta­punkt­inn og skoraði en litlu munaði að markvörður KR næði að verja.

Grinda­vík er nú með 13 stig í þriðja sæti deild­ar­inn­ar, jafn mörg stig og Stjarnan og Valur, en aðeins lakara markahlutfall.