Nýjast á Local Suðurnes

Öflug dagskrá á Ránni á 34 ára afmæli

Veitingahúsið Ráin fagnar 34 ára afmæli í ár, en staðurinn, sem var opnaður árið 1989 af þeim Birni Vífli Þorleifssyni og Nönnu S. Jónsdóttur, hefur verið miðpunktur skemmtanalífs suðurnesjamanna í þessa rúma þrjá áratugi og hafa margir vel þekktir tónlistarmenn Íslands stigið þar á svið.

Ráin veitingarhús hefur starfrækt eldhús og haft faglærða matreiðslumenn frá fyrsta degi og er opið alla daga frá kl.11.00 á morgnana í mat og drykk.

Föstudaginn 15. September næstkomandi verður gestum boðið uppá veitingar í tilefni  afmælisins milli kl.19.00-21.00 og í kjölfarið verður stemning fram á nótt, hvar Rúnar Þór og Reynir halda uppi fjörinu. Vonumst til að sjá sem flesta, segir í tilkynningu.

Tónlistin um helgina verður svo ekki af verri endanum, en á föstudagskvöld munu hinir landsþekktu Rúnar Þór og Reynir troða upp og á laugardagskvöldið mun Ingó Veðurguð taka lagið.