Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík lagði Keflavík í sjö marka æfingaleik

Njarðvík tók á móti grönnum sínum úr Keflavíkurhverfi í æfingaleik í knattspyrnu á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld.

Gestrisni Njarðvíkinga var þó ekki meiri en svo að þeir komu knettinum fjórum sinnum í mark grannanna. Keflvíkingar náðu ekki að gera slíkt hið sama jafn oft þó ekki hafi munað miklu, en Keflvíkingar skoruðu þrjú mörk.

Bæði lið hvíldu marga af sínum bestu leikmönnum en heimamenn tefldu þó fram sterku liði í seinni hálfleik.

Keflavík leikur í Lengjudeildinni í sumar á meðan Njarðvík er meðal liða í 2. deild.