Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn sækja leikmenn frá Serbíu og Grindavík

Milan Tasic, Aleksandar Stojkovic og Dejan Stamenkovic allir frá Serbíu hafa gengið til liðs Víði út tímabilið, auk þess sem Milos Jugovic er genginn til liðs við liðið sem lánsmaður frá Grindavík og mun leika með liðinu út þetta keppnistímabil.

milos jugovic og rafn vilbergs vidir

Jugovic og Rafn Markús Vilbergsson þjálfari

Milos hefur spilað tíu leiki fyrir Grindavík í öllum mótum í ár og einn leik fyrir Víði en hann skoraði í þeim leik sitt fyrsta mark fyrir félagið í 3-3 jafntefli liðsins gegn Einherja um helgina.

Staða Víðis í þriðju deildinni er lík stöðu nokkura annara liða af Suðurnesjum en liðið er í bullandi fallbaráttu með 7 stig í 8. sæti.