Nýjast á Local Suðurnes

Daniel Bay Jensen ráðinn í þjálfarateymi í hópfimleikum

Fimleikadeild Keflavíkur gerði á dögunum samning við nýjan þjálfara í hópfimleikum. Sá heitir Daniel Bay Jensen og mun vinna við hlið Jóhönnu Runólfsdóttur sem er yfirþjálfari i hópfimleikum.

“Við erum einstaklega ánægð að fá Daniel í okkar raðir og hlakkar okkur mikið til þess að sjá hópfimleikana áfram að vaxa og dafna undir handleiðslu Jóhönnu og Daniels.” Segir í tilkynningu frá Fimleikadeild Keflavíkur.

Fimleikadeild Keflavíkur á fulltrúa í landsliðinu í hópfimleikum, en Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman mun taka þátt í fullorðinsflokkum á Evrópumótinu í TeamGym sem fram fer í Slóveníu 10. – 16. október næstkomandi.