Nýjast á Local Suðurnes

Töpuðu rúmum milljarði á kísilveri

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Stakksberg, sem heldur utan um eignir kísilvers United Silicon í Helguvík, tapaði 1,4 milljörðum króna á síðasta ári vegna lækkunar á mati á virði verksmiðjunnar.

Arionbanki, núverandi eigandi, metur eignirnar nú á 1,6 milljarða króna. Bankinn tók verksmiðjuna yfir árið 2018 og hefur síðan þá reynt að laga verksmiðjuna og afla starfsleyfa til að endurræsa hana og svo selja, en það hefur ekki enn gengið eftir. „Stakksberg er á lokastigi vinnu við gerð nýs umhverfismats fyrir verksmiðjuna,“ segir í ársreikningnum fyrirtækisins, samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins.