Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík semur við nokkra leikmenn

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017.

Grindvíkingar komust upp í Pepsí-deildina á síðasta tímabili og hafa verið að styrkja sig fyrir komandi átök, Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára.