Nýjast á Local Suðurnes

Fundu reiðufé og kannabisefni við húsleit

Myndin tengist ekki umræddu máli

Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Karlmaður sem höfð voru afskipti af viðurkenndi bæði vörslur og sölu á fíkniefnum. Við húsleit sem gerð var að fengnu samþykki hans fundust kannabisefni og tugir þúsunda í reiðufé sem maðurinn viðurkenndi að væru ágóði af fíkniefnasölu.

Þá fannst nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sem lögregla stöðvaði.

Enn fremur reyndist hótelgestur sem höfð voru afskipti af vera með kannabisefni og hvítt duft í poka í fórum sínum, auk jónu sem hann sat ofan á í rúmi sínu. Talsverð ummerki önnur voru um fíkniefnaneyslu í herberginu. Tekin var vettvangsskýrsla af viðkomandi og honum síðan vísað út af hótelinu.