Nýjast á Local Suðurnes

Of seinn í flug fær háa sekt

Allmargir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann gekkst við brotinu og sagðist hafa verið að verða of seinn í flug. Hans bíður 210 þúsunda króna sekt.

Einn ökumaður til viðbótar ók án þess að hafa nokkru sinni öðlast ökuréttindi og var þetta í annað skipti sem lögregla hafði afskipti af honum vegna þess. Að auki var bifreiðin sem hann ók ótryggð og án skráningarmerkja.