Nýjast á Local Suðurnes

Nýtt 10.500 fermetra flugskýli Icelandair rís á Keflavíkurflugvelli

Myndir: Borgarafl ehf.

Framkvæmdir við Flugskýli Icelandair við Fálkavelli á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullum gangi. Fyrstu sperrur húsins voru reistar á dögunum og eru komnar upp, en um er að ræða 95 metra langa stálbita og var hífingin alls 84 tonn að þyngd. Frá þessu er greint á vefnum Byggingar.is.

Byggingin sem nú rís og mun hýsa flugskýli Icelandair er um 10.500 fermatra viðbygging sem mun auk flugskýlis, hýsa lagerrými og tengibyggingu við núverandi skýli. Það er Borgarafl ehf. sem hefur umsjón með framkvæmdunum, en fyrirtækið sérhæfir sig í byggingu stálgrindarhúsa og kom meðal annars að framkvæmdum við kísilver United Silicon í Helguvík.

flugsk icelandair flugv2