Nýjast á Local Suðurnes

Aukin skjálftavirkni í Geldingadölum

Skjálftavirkni hefur aukist töluvert í Geldingadölum frá því í gærkvöldi, en 1-10 skjálftar ríða yfir á mínútu hverri, samkvæmt mælingum veðurstofu. Sá stærsti sem hefur mælst hingað til var um 4,9 að stærð samkvæmt skjálftakorti á heimasíðu Veðurstofunnar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hún hafi breytt fluglitakóða í appelsínugulan vegna skjálftahrinunnar.

RÚV hefur eftir Böðvari Sveinssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að virknin hafi aukist mikið í nótt og minnti á að kvikusöfnun sé enn í gangi við gosstöðvarnar.