Nýjast á Local Suðurnes

IGS kaupir aðra blokk undir starfsfólk – Kadeco íhugar að standsetja starfsmannablokkir

Flugafgreiðslufyrirtækið IGS, systurfyrirtæki Icelandair mun kaupa annað fjölbýlishús á Ásbrú, en fyrirtækið keypti tvö slík af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, fyrir nokkrum mánuðum síðan. Húsnæðið sem keypt verður nú mun, eins og hin tvö fyrri, hýsa erlent vinnuafl fyrirtækisins.

Gunnar Olsen Framkvæmdastjóri hjá IGS staðfesti þetta í samtali við Stundina, en vefmiðillinn fjallaði á dögunum um aðbúnað og leigugreiðslur erlendra starfsmanna fyrirtækisins. Í þeirri umfjöllun kemur fram að leigugreiðslur starfsmanna nemi tæplega 70.000 krónum á mánuði fyrir átta fermetra herbergi.

Þá mun Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar,  einnig vera að skoða möguleikann á að standsetja fjölbýlishús og markaðssetja fyrir erlent vinnuafl sem er á leið til landsins, samkvæmt frétt RÚV íhugar fyrirtækið að reka hugsanlega eina eða fleiri starfsmannablokkir enda má búast við að aukningin á Keflavíkurflugvelli verði mun meiri á næstu árum og þörfin á erlendu vinnuafli aukast til muna á næstu árum.