Byggja háa vatnsrennibraut í Vatnaveröld
Reykjanesbær hefur lagt fram erindi um breytingu á útisvæði við Vatnaveröld til umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins.
Til stendur að byggja nýja vatnsrennibraut með uppgönguturni sem verður 8-10 metra hár.
Umhverfis- og skipulagsráð ræddi málið og fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum.