Hólmfríður leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Valið hefur verið í efstu fimm sæti á framboðslista VG fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
- sæti: Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði
- sæti: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.-2. sæti
- sæti: Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.-3. sæti
- sæti: Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði í 1.-4. sæti
- sæti: Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði í 1.-5. sæti