Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjalöggan gefur séns

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja á næstunni. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar, en færslu þeirra sem þar starfa má sjá hér fyrir neðan.

Við erum farin að fá talsvert af fyrirspurnum varðandi nagladekkinn. Við munum ekki byrja að sekta vegna þeirra á næstunni og munum gefa fólki tækifæri á að græja þetta út apríl mánuð. Ekkert frost er þó í kortunum á okkar svæði og því gott að fara að huga að þessum málum. Við getum ekki svarað hvernig þetta er fyrir westan eða norðan en að öllu jöfnu þá taka lögreglumenn tillit til veðurs og aðstæðna varðandi þessi mál 🙂