Nýjast á Local Suðurnes

Ríkið samdi við Icelandair en flestum ferðum er aflýst

Mynd: Icelandair

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið að nýju við Icelandair um flug til Evrópu og Bandaríkjanna með það að markmiði að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna COVID-19 faraldursins. Flestum ferðum er þó aflýst.

Samkvæmt tilkynningu verður áfram flogið til Boston, London og Stokkhólms til og með 5. maí.

Áætlað var að Icelandair myndi fljúga samtals 16 ferðir (32 flugleggi) til áfangastaðanna þriggja. Flugáætlun er með eftirfarandi hætti með þeim fyrirvara að dagsetningar gætu breyst.

Áætlunin gerir ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum, en nær öllu flugi er þó aflýst daginn áður eða sama dag og það er áætlað samkvæmt upplýsingum sem þegar eru komnar inn á vef Keflavíkurflugvallar.

  • Boston (Logan International – BOS) 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2. maí
  • London (Heathrow – LHR) 19., 22., 24., 26., 29. apríl og 1. og 3. maí
  • Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 18. og 25. apríl og 2. maí

Samningurinn tók gildi miðvikudaginn 15. apríl og gildir til og með 5. maí nk. Ríkið mun greiða að hámarki 100 milljónir kr. vegna samningsins en mögulegar tekjur Icelandair af flugunum munu lækka greiðslur.