Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur í úrslit fótbolta.net mótsins eftir sigur á Víði

Víðir Garði og Þróttur Vogum mættust um helgina í riðli tvö í Fótbolta.net mótinu en um var að ræða hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins og sæti í úrslitum.

Víði nægði jafntefli til að fara í úrslit á markatölu en Ragnar Valberg Sigurjónsson og Vignir Daníel Lúðvíksson sáu til þess að Þróttarar höfðu 2-0 sigur í leiknum og leika til úrslita gegn Kára. Leikdagurinn verður tilkynntur síðar í vikunni.