Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík á toppinn eftir sigur í markaleik – Jafnt í Garði

Njarðvíkingar heimsóttu KV í Vesturbæ Reykjavíkur í annari deildinni í kvöld. Leikurinn var svo sannarlega eitthvað fyrir augað, en alls fór knötturinn tólf sinnum inn fyrir marklínur vallarins í 4-6 sigri Njarðvíkinga, tvö mörk voru dæmd af, eitt hjá hvoru liði.

Arnar Helgi Magnússon skoraði þrjú marka Njarðvíkur, en auk hans komust á blað þeir Stefán Birgir Jóhannesson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Theodór Guðni Halldórsson.

Njarðvíkingar eru þar með á toppi deildarinnar með 20 stig eftir 10 umferðir, jafn mörg og Magni sem vermir annað sætið en betra markahlutfall.

Víðir tók á móti Aftureldingu á Nesfiskvellinum í Garði. Þar enduðu leikar með jafntefli, 1-1. Aleksandar Stojkovic kom heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik en gestirnir náðu að jafna leikinn um tíu mínútum síðar og þar við sat.

Víðir er í 5. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Njarðvíkur með 16 stig.