Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir óvissustigi

Mynd: Visit Reykjanes

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrinu á Reykja­nesskaga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um. 

Íbúar á suðvest­ur­hluta lands­ins eru hvatt­ir til þess að huga að lausa- og inn­an­stokks­mun­um sem geta fallið við jarðskjálfta

Óvissu­stig al­manna­varna þýðir að aukið eft­ir­lit er haft með at­b­urðarás sem á síðari stig­um gæti leitt til þess að heilsu og ör­yggi fólks, um­hverf­is eða byggðar verði ógnað, seg­ir í til­kynn­ing­unni.