Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að Reykjanesbraut verði lokað með skömmum fyrirvara

Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna veðurofsa sem búist er við að skelli á landinu öllu í nótt. Mögulegt er að Reykjanesbraut verði lokað með skömmum fyrirvara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem sjá má í heild hér fyrir neðan:

Óvissustig verður á Reykjanesbrautinni milli klukkan 02:00 og 10:00 en það þýðir að með litlum fyrirvara gæti komið til lokanna. Færð gæti þó farið að spillast strax í kvöld og þurfa vegfarendur að hafa gætur á þegar farið er um Reykjanesbraut sem og aðra vegi í umdæminu. Góð vetrardekk geta gert gæfumuninn í þessum aðstæðum þar sem mikil ísing getur myndast á vegum.

Fylgist endilega með vefsíðu Veðurstofu Íslands, www.vedur.is, fyrir veðurspá og svo vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is, fyrir færð á vegum.

Hvað flug varðar þá þurfa ferðalangar að skoða vel komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli en eins og staðan er núna þá hafa mörg flugfélög nú þegar fellt niður flug sín.