Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert kennsluflug á Keflavíkurflugvelli í dag vegna manneklu í flugturni

Mynd: Keilir

Þjón­usta á Keflavíkurflug­vell­i var tak­mörkuð á ákveðnum tím­um í dag við sjúkra- og neyðarflug til þess að þeir flug­um­ferðar­stjór­ar sem eru á vakt geti tekið nauðsyn­lega hvíld og farið í mat, en ekki tókst að fá af­leys­inga­fólk fyr­ir flug­um­ferðar­stjóra í flugt­urn­in­um.

Tak­mark­an­ir á sjón­flugi á flug­vell­in­um verða líka á milli 7 og 17 í dag. Þetta þýðir að kennslu- og einka­flug á vell­in­um ligg­ur niðri. Morgunblaðið hefur eftir heimildum innan Isa­via þetta ástand hafi aðeins áhrif á eina og eina vél og helst milli­landa- og áætl­un­ar­flug því í eðli­legu horfi. Svipað ástand hef­ur áður komið upp vegna veik­inda flug­um­ferðar­stjóra þegar ekki hef­ur tek­ist að manna vakt­ir.

Flug­um­ferðar­stjór­ar felldu nýj­an kjara­samn­ing fyrr í mánuðinum og mun gerðardóm­ur ákv­arða launa­kjör þeirra.