Nýjast á Local Suðurnes

Vissi ekki hvernig hann endaði skólaus í Reykjavík

Suðurnesjamaður á fertugsaldri kom sér í vandræði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, maðurinn fannst illa til reika fyrir utan fyrirtæki á Granda snemma í morgun, hann var í annarlegu ástandi og fékk að gista í einum af fangaklefum lögreglunnar.

Maðurinn sem var skólaus og án yfirhafnar, samkvæmt tilkynningu lögreglu, sagðist búa á Suðurnesjum og vissi ekki hvernig hann endaði í Reykjavík.