Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu beiðni N1 um aðgengi frá Aðalgötu og Reykjanesbraut

Olíufélagið N1 hf. óskaði umsagnar Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um mögulega aðkomu ökutækja að lóð fyrirtækisins við Flugvelli 27.

Fyrirtækið óskaði eftir aðgengi á tvo vegu, annars vegar frá Reykjanesbraut að lóð sem einstefna og hins vegar var óskað eftir tengingu lóðar við Aðalgötu í báðar áttir.

Óskin var sett fram þar sem fyrirtækið hefur til athugunar þann möguleika að setja upp sjálfsala á lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsráð hafnaði ósk fyrirtækisins um umræddar breytingar.