Nýjast á Local Suðurnes

Fjárhaldsstjórn ekki skipuð yfir Reykjanesbæ

Fram kom í upphafi bæjarstjórnar Reykjanesbæ að fjárhaldsstjórn verði ekki skipuð yfir sveitarfélaginu að sinni, að ósk kröfuhafa sem vilja reyna áfram að semja um skuldir sveitarfélagsins.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á dögunum að leggja til við bæjarstjórn að hún myndi óska eftir því við innanríkisráðuneytið að skipuð yrði fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu, því hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma.