Nýjast á Local Suðurnes

Gusgus koma fram á tónlistarhátíð við Kleifarvatn

Tónlistarhátíðin TAKTFAKT verður haldin þann 4. júní næstkomandi við Kleifarvatn, þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin. Margir af helstu raftónlistarmönnum landsins munu koma fram á hátíðinni og má þar nefna Gusgus, Thor, Áskell og LaFontaine.

Á heimasíðu hátíðarinnar kemur fram hún standi yfir í 12 klukkustundir og að takmarkað magn miða sé í boði á hátíðina sem er haldin utan hefðbundina túristastaða. Miðaverðið er 120 evrur eða tæplega 17.000 krónur, innifalið í því er miði á hátíðina og akstur á svæðið.

Eftirfarandi listamenn koma fram á hátíðinni:

K-Hand, GusGus, Exos, Hunk Of A Man, Thor, OHM, Áskell, Octal Industries, Orang Volante, LaFontaine, Hidden, People, ThizOne, NonniMal og mr.Cold