Nýjast á Local Suðurnes

Auðvelda börnum að nálgast góðgætið á Hrekkjavöku – Útbjuggu kort sem sýnir þátttakendur

Íbúar í Innri Njarðvík hafa tekið Hrekkjavökuna alvarlega undanfarin ár og hefur jafnan verið mikið fjör á götum hverfisins á þessum merka degi.

Íbúi í hverfinu vildi auðvelda börnum að nálgast góðgætið sem í boði er og útbjó kort sem sýnir í hvaða hús er möguleiki á að sækja sælgætismola. Kortin má nálgast í lokuðum hópi íbúa hverfisins á Facebook, en þau verða uppfærð reglulega eftir því sem fleiri þátttakendur bætast við.