Nýjast á Local Suðurnes

Rask og þrengingar vegna endurnýjunar á hraðahindrunum

Unnið er að endurnýjun hraðahindrana við innkomuna í Garð og við Gerðaskóla. Settar verða upp þrengingar á meðan framkvæmdum stendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, en þar sem að óhjákvæmilega fylgi slíkum framkvæmdum nokkuð rask og eru íbúar og vegfarendur beðnir um að sýna skilning og taka tillit til framkvæmdaaðila sem sinna verkinu.