Nýjast á Local Suðurnes

Stjórnarmaður kísilvers með rúmar þrjár milljónir á mánuði

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarmaður í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, hafði tæplega 3,3 milljónir króna í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári. Tekjur Sigrúnar eru þó væntanlega að minnstu leiti tilkomnar vegna starfa hennar fyrir stjórn kísilversins, en hún var forstjóri VÍS lungan af síðasta ári.

Í febrúar á þessu ári var tilkynnt að Sigrún Ragna væri sest í stjórn United Silicon í Helguvík. Óhætt er að fullyrða að kísilverksmiðjan sé eitt umdeildasta fyrirtæki landsins og því ljóst að krefjandi verkefni er framundan hjá Sigrúnu Rögnu, segir í Tekjublaði DV, sem greinir frá.