Nýjast á Local Suðurnes

Jón Axel mun leika og læra í Bandaríkjunum næstu árin

Jón Axel var valinn íþróttamaður ársins 2015 í Grindavík

Jón Axel Guðmundsson, sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkurliðsins í körfuknattleik undanfarin ár, mun leggja land undir fót og leika körfubolta í Davidson háskóla í Bandaríkjunum næstu árin. Þetta kemur fram á körfuboltavefnum Karfan.is

“Stefnan mín er bara að fara þangað og sýna hvað í mér býr. Vonandi að það skili bara bestu fyrir mig og liðið. Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á.” sagði Jón Axel í samtali við Karfan.is