Nýjast á Local Suðurnes

Starfsfólk Krambúðar ausið lofi – “Þau eru æði!”

Samfélagsmiðlar eru oft á tíðum gróðrarstía kvartana og almennra leiðinda þegar kemur að umræðum um vörur og þjónustu, en þó eru þar undantekningar eins og sannaðist þegar einstaklingur hrósaði starfsfólki Krambúðarinnar í Innri-Njarðvík fyrir einstaklega góða Þjónustulund og kurteisi.

“Verð að henda hrósi á unga fólkið sem vinnur í Krambúðinni. Ungt fólk sem alltaf er glatt, þjónustulund og kurteisi til algjörar fyrirmyndar og maður þarf ekki einu sinni að setja sjálfur í pokann.
Vel gert Krambúðin.” Segir málshefjandi og það er óhætt að segja að vel hafi verið tekið undir þetta hrós en þegar þetta er skrifað hafa rétt tæplega 100 manns tjáð sig við færsluna og eru ummæli á borð við “þau eru æði!” Og “Algjörlega sammála. Frábært starfsfólk sem tekur vel á móti manni” ansi algeng. Þá er unga fólkinu sem stendur vaktina einnig hrósað fyrir tónlistarval “og ekki má gleyma því að stundum lendir maður í því að það er þungarokk þarna spilað. stóran plús á það” segir ánægður viðskiptavinur.