Nýjast á Local Suðurnes

Snarpur jarðskjálfti við Grindavík

Suðurnesjamenn fundu nokkuð vel fyrir snörpum jarðskjálfta klukkan rúmlega ellefu í kvöld. Skjálftinn fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt óyfirförnum mælingum veðurstofu var skjálftinn 3,7 að stærð og átti upptök sín um 5 kílómetra norðaustur af Grindavík.