Nýjast á Local Suðurnes

Stór skjálfti í hádeginu

Jarðskjálfti, 5 að stærð, varð um klukkan hálf eitt. Skjálftinn átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að um sé að ræða stærsta skjálfta sem orðið hefur á svæðinu síðan 12. mars, fyrir tveimur dögum, en þá varð skjálfti sem einnig var 5 að stærð klukkan 07:43.